Loðnulandanir

Í gær landaði norski báturinn Havglans um 500 tonnum af loðnu hjá LVF og í dag verður landað úr Sjöbris um 600 tonnum.

Loðnulandanir

Norsku bátarnir Gerda Marie og Slaatteröy komu til Fáskrúðsfjarðar í gær með um 1100 tonn af loðnu og er loðnufrysting í fullum gangi hjá LVF þessa dagana.
Fyrsta loðnan til Fáskrúðsfjarðar

Fyrsta loðnan til Fáskrúðsfjarðar

Fyrsta loðnan á þessari vertíð barst til Fáskrúðsfjarðar í gær þegar tveir norskir bátar Nordfisk og Gerda Marie lönduðu hér samtals um 700 tonnum. Hluti af aflanum fór í frystingu fyrir Austur-Evrópumarkað. Myndina af Nordfisk tók Jónína Óskarsdóttir í...

Jólakveðja

Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan h/f

Árshátíð LVF 2006

Árshátíð Loðnuvinnlunnar hf verður haldin í Félagsheimilinu Skrúði laugardaginn 2. desember kl. 20.00. Samkoman hefst með borðhaldi, þar sem flutt verður skemmtidagskrá. Ómar Gunnarsson matsveinn á Hoffelli sér um veislumatinn að þessu sinni og er von á fjölbreyttum...

11.000 tunnur hjá LVF

Nú er búið að salta í um 11.000 tunnur af síld á haustvertíðinni hjá síldarverkun LVF. Saltað hefur verið í 9.600 tunnur af flökum og bitum og um 1.400 tunnur af heilli síld. Þessi framleiðsla hefur öll verið seld og fer hún til Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur og...