Nú er búið að salta í um 11.000 tunnur af síld á haustvertíðinni hjá síldarverkun LVF. Saltað hefur verið í 9.600 tunnur af flökum og bitum og um 1.400 tunnur af heilli síld. Þessi framleiðsla hefur öll verið seld og fer hún til Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Kanada.

Hoffell er búið að veiða um 2.500 tonn af kvóta sínum og hefur síldin öll verið tekin í nót út af Austfjörðum. Síldin hefur verið mjög góð til vinnslu og hafa um 18% af henni verið yfir 350 gr. Veður hefur þó nokkuð hamlað veiðum í haust og frátafir vegna brælu verið tíðar. Hoffell á nú eftir að veiða um 1.800 tonn af síldarkvótanum.