Árshátíð Loðnuvinnlunnar hf verður haldin í Félagsheimilinu Skrúði laugardaginn 2. desember kl. 20.00. Samkoman hefst með borðhaldi, þar sem flutt verður skemmtidagskrá. Ómar Gunnarsson matsveinn á Hoffelli sér um veislumatinn að þessu sinni og er von á fjölbreyttum matseðli. Að loknu borðhaldi verður stiginn dans þar sem hljómsveitin Nefndin frá Egilsstöðum leikur og syngur. Um 170 manns hafa tilkynnt þátttöku í hátíðnni.

LVF óskar gestum sínum góðrar skemmtunar.