Kaupfélagið gefur kastala
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga færði Fjölskyldugarðinum á Fáskrúðsfirði kastala að gjöf. Um er að ræða leiktæki fyrir börn frá eins árs aldri og uppúr. Í honum er hægt að klifra, ganga yfir hengibrú og renna sér, auk margra annarra hluta sem hugmyndaríkt fólk á öllum aldri á vafalaust eftir að nýta sér. Er um all veglega gjöf að ræða þar sem slíkur kastali kostar rúmlega 1.8 milljónir króna en Kaupfélagið hefur staðið dyggilega við bakið á Áhugahópnum um Fjölskyldugarð þar sem það hefur áður gefið 1.5 milljónir í hoppudýnu sem gengur undir nafninu Ærslabelgur. Hrefna Eyþórsdóttir talskona Áhugahópsins tók á móti kastalanum þegar hann var afhentur með formlegum hætti á vindasömu en björtu síðdegi og þakkaði hún fyrir gjöfina og sagði að Fjölskyldugarðurinn væri ekki orðinn svona ríkur af leiktækjum ef ekki væri fyrir tilstilli Kaupfélagsins þó þess beri að halda til haga að mörg fyrirtæki, félagasamtök, sjóðir og einstaklingar hafa lagt uppbyggingunni lið.
BÓA
Ljósafell
Sandfell
Hoffell
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 1000 tonnum af makríl til vinnslu og verður unnið við uppsjávarfyrstingu alla helgina. Aflinn fékkst í Smugunni og hefur áhöfn Hoffells gengið vel að undanförnu. Í Aflafréttum birtist nýlega frétt að eftir síðustu löndun Hoffells væri skipið orðið aflahæst í makríl með um 7.200 tonn. Við það bætast svo þessi 1000 tonn sem er verið að landa nú.
Ljósafell
Ljósafell
Hoffell
Aldrei gott að fiska mikið áður en farið er af stað
Þegar Hoffellið skreið út Fáskrúðsfjörðinn í logninu í kvöld, miðvikudaginn 5.sept, sló greinarhöfundur á þráðinn í brúnna og Páll Sigurjón Rúnarsson tók undir. Ástæða hringingarinnar var sú að Hoffellið er komið yfir 1 milljarð króna í aflaverðmætum. Það er, sá afli sem Hoffell hefur komið með að landi síðan 1.janúar s.l. er andvirði rúmlega 1 milljarðs, samtals um 32 þúsund tonn. Að því tilefni var áhöfninni færð terta og aðspurður sagði Páll, sem er starfandi skipstjóri á Hoffellinu, að engin tími hefði verið til að gæða sér á tertunni áður en lagt var úr höfn. „Hún verður höfð sem eftirréttarterta í kvöld“ sagði hann. Hoffell er leið í Smuguna á makrílveiðar svo að framundan er löng sigling, einar 420 sjómílur sem taka um 30 klukkustundir að sigla. Þegar Páll var spurður að því hvort að hann væri ekki ánægður með árangur Hoffellsins svaraði hann hógvær að alltaf væri ánægjulegt þegar vel gengi. Að lokum var Páll inntur eftir því hvort að hann ætti von á að þeir yrðu snöggir að fá skammtinn svaraði hann að bragði: „ja, spáin er góð og það er búið að vera veiði þarna, en það er aldrei gott að fiska mikið áður en maður fer af stað“. Þetta þótti greinarhöfundi gáfulega mælt og hefur engu við að bæta að sinni.
BÓA









