Þegar Hoffellið skreið út Fáskrúðsfjörðinn í logninu í kvöld, miðvikudaginn 5.sept,  sló greinarhöfundur á þráðinn í brúnna og Páll Sigurjón Rúnarsson tók undir. Ástæða hringingarinnar var sú að Hoffellið  er komið yfir 1 milljarð króna í aflaverðmætum. Það er, sá afli sem Hoffell hefur komið með að landi síðan 1.janúar s.l. er andvirði rúmlega 1 milljarðs, samtals um 32 þúsund tonn.  Að því tilefni var áhöfninni færð terta og aðspurður sagði Páll, sem er starfandi skipstjóri á Hoffellinu, að engin tími hefði verið til að gæða sér á tertunni áður en lagt var úr höfn. „Hún verður höfð sem eftirréttarterta í kvöld“ sagði hann.  Hoffell er leið í Smuguna á makrílveiðar svo að framundan er löng sigling, einar 420 sjómílur sem taka um 30 klukkustundir að sigla.  Þegar Páll var spurður að því hvort að hann væri ekki ánægður með árangur Hoffellsins svaraði hann hógvær að alltaf væri ánægjulegt þegar vel gengi.  Að lokum var  Páll inntur eftir því  hvort að hann ætti von á að þeir yrðu snöggir að fá skammtinn svaraði hann að bragði: „ja, spáin er góð og það er búið að vera veiði þarna, en það er aldrei gott að fiska mikið áður en maður fer af stað“.  Þetta þótti greinarhöfundi gáfulega mælt og hefur engu við að bæta að sinni.

BÓA