Kaupfélagið styrkir samfélagið

María Óskarsdóttir, Linda Kristinsdóttir, Jóna Björg Jónsdóttir og Jónína Óskarsdóttir

Á aðalfundi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, sem haldinn var í Wathnessjóhúsinu þann 15.maí voru félagasamtökum og stofnunum færðar góðar gjafir.  Heilsugæslustöðinni á Fáskrúðsfirði voru færðar 2 milljónir króna til kaupa á tækjum og sérfræðiþjónustu.  Jónína Óskarsdóttir fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslusviði, tók á móti styrknum fyrir hönd Heilsugæslustöðvarinnar. Sagði Jónína að stuðningur Kaupfélagsins væri gríðarlega mikilvægur og gagnast afar vel. „Tækjakosturinn á Heilsugæslustöðinni á Fáskrúðsfirði er einn sá besti sem völ er á“ sagði Jónína um leið og hún þakkaði fyrir velvildina.

Þá var félagsskapnum Franskir dagar færðar 800 þúsund krónur til þess að halda árlega bæjarhátið okkar Fáskrúðsfirðinga.  María Óskarsdóttir tók við styrknum fyrir hönd Franskra daga og sagði að stuðningur Kaupfélagsins og Loðnuvinnslunnar, sem lagði einnig 800 þúsund krónur til hátíðarinnar,  skipta sköpum.  „Styrkurinn frá þessum tveimur aðilum gerir okkur kleift að halda hátíðina“ sagði María og bætti því við að  Kaupfélagið og Loðnuvinnslan væri lang stærsti stuðningsaðili Franskra daga.

Félagsskapur heimamanna um byggingu Fjölskyldu- og útivistagarðs á Fáskrúðsfirði hlaut 1.5 milljónir króna í styrk til sinnar starfssemi.  Hefur uppbygging Fjölskyldugarðsins verið styrkt af einstaklingum og fyrirtækjum í samvinnu við Fjarðabyggð.  Linda Kristinsdóttir tók við styrknum fyrir hönd félagsskaparins.  Hrefna Eyþórsdóttir er forsvarskona fyrir Fjölskyldu- og útivistagarðinn og aðspurð um þýðingu þess að fá styrk sem þennan sagði hún: „Við erum mjög þakklát. Að fá þennan styrk gerir það að verkum að við náum að klára fjármögnun og uppsetningu ærslabelgsins, sem er fyrsta verkefnið okkar. Fjölskyldu- og útivistagarðurinn á eftir að skapa fullt af gleði og gæðastundum fyrir alla aldurshópa og gera fallega Fáskrúðsfjörð að enn betri stað til að búa á og heim að sækja“.

Hollvinasamtök félagsheimilisins Skrúðs fengu styrk uppá 1 milljón króna.  Jóna Björg Jónsdóttir tók við styrknum fyrir hönd Hollvinasamtakanna.  Sagði Jóna að styrkurinn skipti sköpum fyrir Skrúð og kæmi ríkulega á móti framlagi Fjarðabyggðar til uppbyggingar okkar góða félagsheimilis. „Þetta er afar myndarlegur styrkur“ sagði Jóna „ og við erum mjög þakklát honum“.  Þá tíundaði Jóna stuttlega það sem gert hefur verið í Skrúð hin síðari ár til endurnýjunar og nefndi meðal annars nýja glugga sem eru að verða að meirihluta nýir.  Þá nefndi hún einnig að huga þyrfti að því að lagfæra aðgengi fyrir fatlaða í Skrúð þar sem ekki var hugað að slíku þegar húsið var byggt árið 1966.

Nýr verkstjóri

Sigurjón Jónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Loðnuvinnslunni sem verkstjóri í frystihúsinu og mun hann hefja störf í lok maí. Hann hefur víðtæka reynslu í sjávarútvegi og starfað sem vinnslustjóri hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum. Má þar nefna Jón Erlingsson ehf, Pólarsíld hf og Valbjörn ehf.
Síðustu ár hefur hann starfað hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli sem flugöryggisvörður.
Sigurjón er fæddur árið 1957, giftur og eiga þau hjónin sjö uppkomin börn.
Við bjóðum Sigurjón velkominn til starfa hjá Loðnuvinnslunni.

Ljósafell

Ljósafell kom inn til löndunar í morunn. Aflinn var um 85 tonn eftir stuttan túr. Uppistaðan var karfi og ufsi. Skipið fór svo aftur til veiða að löndun lokinni um kl 14:00.

Ljósafell

Ljósafell er að landa í dag og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan Þorskur og karfi. Skipið heldur aftur til veiða í dag kl 16:00. 2. maí.

Hoffell og fleira

Hoffell var að landa í dag 1.650 tonnum af kolmunna og hefur þá landað um 8.200 tonnum á innan við mánuði. Einnig tók verksmiðjan á móti hráefni af Hákoni EA, 1.500 tonn af kolmunna og 1.050 tonnum af Grænlenska bátinum Tassilaq.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1620 tonnum af kolmunna sem skipið fékk í Færeyskri lögsögu. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni seinna í dag.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 100 tonnum. Uppistaða aflans var þorskur. Skipið heldur aftur til veiða í dag, fimmtudaginn 28. apríl kl 14:00.

Hoffell

Hoffell landaði um 1630 tonnum af kolmunna í gær, Sunnudag. Aflinn fékkst í Færeysku lögsögunni. Skipið fór aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell kom til löndunar í morgunn með um 52 tonn. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á föstudaginn 20. apríl kl 09:00

Hoffell

Hoffell landaði 1638 tonnum af kolmunna þann 11. apríl og er nú að koma aftur með fullfermi af kolmunna í dag,

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 56 tonnum af blönduðum afla. Brottför aftur kl. 15:00 í dag, mánudaginn 16. apríl.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 100 tonnum. Aflinn er blandaður, en uppistaðan er þó þorskur til vinnslu í frystihúsi LVF. Skipið heldur aftur á veiðar í kvöld, mánudag 8. apríl kl 20:00.