Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga færði Fjölskyldugarðinum á Fáskrúðsfirði kastala að gjöf. Um er að ræða leiktæki fyrir börn frá eins árs aldri og uppúr. Í honum er hægt að klifra, ganga yfir hengibrú og renna sér,  auk margra annarra hluta sem hugmyndaríkt fólk á öllum aldri á vafalaust eftir að nýta sér.  Er um all veglega gjöf að ræða þar sem slíkur kastali kostar rúmlega 1.8 milljónir króna en Kaupfélagið hefur staðið dyggilega við bakið á Áhugahópnum um Fjölskyldugarð þar sem það hefur áður gefið 1.5 milljónir í hoppudýnu sem gengur undir nafninu Ærslabelgur.  Hrefna Eyþórsdóttir talskona Áhugahópsins tók á móti kastalanum þegar hann var afhentur með formlegum hætti á vindasömu en björtu síðdegi og þakkaði hún fyrir gjöfina og sagði að Fjölskyldugarðurinn væri ekki orðinn svona ríkur af leiktækjum ef ekki væri fyrir tilstilli Kaupfélagsins þó þess beri að halda til haga að mörg fyrirtæki, félagasamtök, sjóðir og einstaklingar hafa lagt uppbyggingunni lið.

BÓA