Hoffell er nú að landa um 1000 tonnum af makríl til vinnslu og verður unnið við uppsjávarfyrstingu alla helgina. Aflinn fékkst í Smugunni og hefur áhöfn Hoffells gengið vel að undanförnu. Í Aflafréttum birtist nýlega frétt að eftir síðustu löndun Hoffells væri skipið orðið aflahæst í makríl með um 7.200 tonn. Við það bætast svo þessi 1000 tonn sem er verið að landa nú.