Hoffell kom til löndunar í fyrradag með um 920 tonn af makríl. Skipið fór svo aftur til sömu veiða í gærkvöld og er stefnan sett á Smuguna, en þar hefur makríllinn verið mestu magni að undanförnu.