Finnur Fríði
Finnur Fríði kom s.l. nótt til Fáskrúðsfjarðar með tæp 2.400 tonn af kolmunna.
Veiðin var suður af Færeyjum og var rúmlega sólarhrings sigling til Fáskrúðsfjarðar með aflann
Ljósafell SU
Ljósafell kom inn til löndunar s.l. föstudagskvöld með um 100 tonn eftir rúma tvo sólarhringa á veiðum. Ljósafell landaði síðast á þriðjudaginn og fór á sl. miðvikudag. Aflinn er 50 tonn ufsi, 30 tonn þorskur, 10 tonn karfi og annar afli
Hafrafell og Sandfell
Aprílmánuður var mjög góður hjá Sandfelli og Hafrafelli. Sandfell reyndist aflahæst í þessum stærðarflokki línubáta og landaði um 230 tonnum. Hafrafell var svo næst aflahæst með um 180 tonn, eða samtals um 410. Víða var komið við með aflann og voru löndunarhafnir allt frá Grindavík og austur á Stöðvarfjörð.
Hoffell SU
Hoffell kom að landi s.l. í nótt með rúm 1600. tonn af kolmunna.
Ljósafell SU
Ljósafell kom inn í gærkvöldi með 100 tonn. Þar af eru 50. tonn þorskur, 20. tonn karfi, 10. tonn ýsa og 13. tonn ufsi og annar afli. Skipið fór út í túrinn sl. fimmtudag.
Borgarin KG
Borgarin kom til Fáskrúðsfjarðar í gær með um 2.300 tonn af kolmunna. Skipið er frá Klaksvík í Færeyjum
Mjölútskipun
Um liðna helgi var útskipun á mjöli hjá Loðnuvinnslunni. Um 1260 tonn fóru um borð í flutningaskipið Saxum, sem flytur mjölið til Bretlands
Arctic Voyager
Arctic Voyager kom til Fáskrúðsfjarðar s.l. laugardag með rúm 1.800 tonn af kolmunna. Skipið er frá Suðurey í Færeyjum
Hoffell með 10.000 tonn
Síðdegis í dag, þriðjudaginn 28.apríl, kom Hoffell að landi með tæplega 1700 tonn af kolmunna. Með þessum kolmunna afla er Hoffell komið í 10.000 tonn og er eins og sakir standa aflahæst uppsjávarveiðiskipa þrátt fyrir að vera burðarminna en flest hinna skipanna á miðunum. Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffelli sagði að aflinn hefði fengist suður af Færeyjum en þangað er um 30 klukkustunda sigling frá heimahöfn á Fáskrúðsfirði. “Við fengum þetta í fjórum hollum” sagði skipstjórinn og hafði orð á því að eftir erfiðan vetur, svona veðurfarslega séð, hefði verið mikil blíða á miðunum og töluverð veiði. Þá lá beinast við að inna Sigurð eftir því hvort að nóg væri af kolmunna? “Já, en það vantar aðeins neista” svaraði hann og bætti svo við “hann kemur bráðum”. Og þar talar maðurinn með reynsluna.
Þegar skipstjórinn var svo spurður að því hver ástæðan væri fyrir þessari velgengi svaraði hann um hæl að því væri að þakka stífri sjósókn, góðri áhöfn og heppni.
Hoffell á eftir að veiða 8000 tonn af kolmunna og reiknar Sigurður með að það muni taka svona 5 túra ef allt gengur samkvæmt áætlun. “ Ég er mjög bjartsýnn, við förum út strax að lokinni löndun. Það þarf að taka á meðan er því fiskurinn bíður ekki” sagði Sigurður skipstjóri að lokum.
BÓA
Fagraberg FD
Fagraberg frá Fuglafirði í Færeyjum, kom til Fáskrúðsfjarðar um kl. 01.00, s.l. nótt með um 2.800 tonn af kolmunna.
Ljósafell SU
Ljósafell kom í land í gær, laugardag með fullfermi, eða tæp 100 tonn. Aflinn er 50 tonn ufsi, 35 tonn þorskur og 15 tonn karfi auk meðafla. Ljósafell landaði sl. miðvikudag 40 tonnum. Góð vika hjá Ljósafelli.
Norðingur KG 21
Færeyska skipið Norðingur kom inn til löndunar á Fáskrúðsfirði í gær, sumardaginn fyrsta með um 1781 tonn af kolmunna.