Veiði hjá línubátunum hefur gengið þokkalega það sem af er maí. Sandfell er á landleið til Stöðvarfjarðar í dag með 15 tonn eftir tvær lagnir. Hafrafell er sömuleiðis á landleið, en til Neskaupstaðar með rúm 17 tonn eftir tvær lagnir. Það sem af er mánuði hefur Sandfell þá landað 255 tonnum og Hafrafell 232 tonnum.