Ljósafell

Ljósafell landaði á mánudaginn 25. maí rúmlega 106 tonnum og var uppistaðan þorskur og ufsi. Skipið er svo komið aftur inn í dag 28. maí með um 60 tonn af þorski. Skipið heldur aftur til veiða að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1200 tonnum af kolmunna. Skipið heldur að löndun lokinn til Færeyja þar sem skipið verður í slipp næstu vikurnar.

Gitte Henning

Færeyska uppsjávarskipið Gitte Henning kemur í kvöld með 2.700 tonn af kolmunna til bræðslu.  Skipið er byggt 2018 og er mjög vel útbúið. Útgerðin frá Götu í Færeyjum keypti skipið frá Danmörku í fyrra. Sama útgerð er einnig eigandi af Finni Frida, Þrándi í Götu og Tummas T.  

Átta skip frá Færeyjum hafa landað á síðustu tveimur mánuðum á Fáskrúðsfirði tæpum 20.000 tonnum af kolmunna.  Með afla Hoffells hefur verksmiðja Loðnuvinnslunnar tekið á móti 33.000 tonnum.  

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 80 tonn eftir rúma tvo sólarhringa á veiðum.

Aflinn er um 40 tonn ufsi, 20 tonn karfi, 15 tonn þorskur og annar afli.

Hafrafell og Sandfell

Það sem liðið er af maí hefur veiði bátana Sandfells og Hafrafells verið mjög góð. Hafa þeir landað samtals um 300 tonnum á fyrstu 16 dögunum. Sandfell hefur landað um 160 tonnum og Hafrafell um 140 tonnum.

Hoffell SU 802

Í dag eru um 3. ár síðan að „gamla“ Hoffellið sigldi sína síðustu ferð hér út Fáskrúðsfjörð með stefnuna á Gran Canaria. Í dag heitir skipið Zander 2 og er gert út frá Marokkó

Meðfylgjandi myndir voru teknar nýlega af skipinu í slipp í Las Palmas.

Hoffell SU

Hoffell kom inn til löndunar í morgun með um 1.650 tonn af kolmunna. Aflinn í þessum túr fékkst suður af Færeyjum.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn til löndunar í gær, fimmtudag með um 100 tonn. Aflaskiptingin var 35 tonn þorskur,  40 tonn ufsi, 22 tonn karfi og annar afli. Ljósafell fór út af lokinni löndun.

Finnur Fríði

Finnur Fríði kom s.l. nótt til Fáskrúðsfjarðar með tæp 2.400 tonn af kolmunna.

Veiðin var suður af Færeyjum og var rúmlega sólarhrings sigling til Fáskrúðsfjarðar með aflann

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn til löndunar s.l. föstudagskvöld með um 100 tonn eftir rúma tvo sólarhringa á veiðum.  Ljósafell landaði síðast á þriðjudaginn og fór á sl. miðvikudag. Aflinn er 50 tonn ufsi, 30 tonn þorskur, 10 tonn karfi og annar afli

Hafrafell og Sandfell

Aprílmánuður var mjög góður hjá Sandfelli og Hafrafelli. Sandfell reyndist aflahæst í þessum stærðarflokki línubáta og landaði um 230 tonnum. Hafrafell var svo næst aflahæst með um 180 tonn, eða samtals um 410. Víða var komið við með aflann og voru löndunarhafnir allt frá Grindavík og austur á Stöðvarfjörð.

Hoffell SU

Hoffell kom að landi s.l. í nótt með rúm 1600. tonn af kolmunna.