Met afköst í frystihúsinu

Í frystihúsi Loðnuvinnslunnar hefur lífið gengið umfram sinn vanagang, ef þannig er hægt að komast að orði um góðan árangur.  Á dögunum var slegið met í afköstum frystihússins þegar 230 tonn af fiski voru unnin á 42 klukkustundum.  Hafa aldrei jafn mörg tonn farið í gegn um vinnsluna á jafn skömmum tíma.

Þorri Magnússon framleiðslustjóri var sáttur við árangurinn og sagði þetta afar ánægjulegt og ekki síst vegna þess að innan þessara 42 klukkustunda hefði verið 4-5 klukkustunda bilun í vélbúnaði.  Sagði Þorri einnig að fyrst og fremst væri þetta starfsfólkinu að þakka. “Hér er hörkumannskapur” sagði hann og ítrekaði það aftur: “í fyrsta lagi hörku mannskapur, síðan bættur búnaður og gott hráefni er grundvöllurinn að þessu góða gengi” bætti hann við. 

Aflinn sem unnin er í frystihúsinu kemur af Ljósafelli, Sandfelli og Hafrafelli, auk þess sem að keyptur hefur verið afli af Sigurði Ólafssyni SF á Höfn. Sagði Þorri að jafnan þyrfti að kaupa hráefni á fiskmarkaði til viðbótar við það hráefni sem fley LVF koma með að landi, slík er orðin framleiðslugeta frystihússins. 

Sífelldar endurbætur eru í gangi í frystihúsinu, aukin tækni og búnaður sem gerir það að verkum að aukning í framleiðni er stöðug.  “Ég hef þá sýn að ekki séu ýkja mörg ár í að við tökum 10 þúsund tonn af bolfiski í gegn um húsið, það eru bara nokkur misseri í það” sagði Þorri þegar hann var inntur eftir framtíðarsýn. 

Þegar vel gengur og afköst eru mikil skilar það sér líka í launum starfsmanna, bónusinn ríkur upp og fólkið sem vinnur verkin fær aukin laun, svo ekki sé nú minnst á kökuna sem boðið var upp á í tilefni árangursins.  Gott er að launa gott með góðu.

BÓA

Kakan sem starfsfólki frystihússins var boðið upp á. Ljósmynd: Óðinn Magnason

Tróndur í Götu

Tróndur i Götu kom í morgun með 2.400 tonn af kolmunna til Fáskrúðsfjarðar.

Þrándur er eitt af flaggskipum Færeyja og er heimahöfn þess í Götu.

Ljósafell SU

Ljósafell er á landleið með rúm 100 tonn af blönduðum afla og verður kl 1 í nótt á Fáskrúðsfirði.

Aflinn er 45 tonn þorskur, 27 tonn ufsi, 22 tonn karfi, 6 tonn ýsa og annar afli.

Skipið fer út kl. 8 á þriðjudagsmorgun.

Línubátar

Frábær afli hjá Hafrafelli og Sandfelli í apríl samtals 555 tonn.

Hafrafell var með 284 tonn í 20 veiðiferðum og Sandfell með 271 tonn í 21 veiðiferð.

Hoffell SU

Hoffell kemur í kvöld til Fáskrúðsfjarðar með tæp 1.500 tonn af kolmunna.

Skipið fer strax út eftir löndun.

Krapakerfi í Ljósafell

Lengi má gott skip bæta. Nýjasta viðbótin í kælingu og geymslu afla sem og vinnuhagræðingu stafsmanna er nýtt krapakerfi sem sett var í Ljósafell fyrir nokkrum dögum síðan. Nú þurfa starfsmennirnir ekki lengur að brjóta og moka ís í körin, heldur er nú krapa dælt fljótandi í körin til kælinga.

Myndir, Þorgeir Baldursson

Hoffell SU

Að síðustu kolmunnalöndun lokinni náði Hoffellið þeim áfanga að hafa landað 10.000 frá áramótum. Af því tilefni fengu áhafnarmeðlimir dýrindis köku frá Sumarlínu með kaffinu.

Sandfell og Hafrafell

Eins og sjá má á meðfylgjandi lista Aflafrétta, hefur gengið mjög vel hjá línubátunum það sem af er apríl. Er Hafrafellið aflahæst með rúm 210 tonn og Sandfellið með tæp 209 tonn.

SætiáðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
12Hafrafell SU 65210.21719.6Grindavík, Þorlákshöfn, Keflavík, Sandgerði
21Sandfell SU 75208.81817.3Grindavík, Þorlákshöfn, Siglufjörður
33Kristinn HU 812202.91132.3Arnarstapi, Ólafsvík
46Indriði Kristins BA 751141.31419.6Grindavík, Ólafsvík, Bolungarvík, Siglufjörður
54Patrekur BA 64127.3536.4Patreksfjörður
67Jónína Brynja ÍS 55123.01316.6Akranes, Bolungarvík
712Vésteinn GK 88104.81316.3Grindavík, Þorlákshöfn, Ólafsvík, Siglufjörður
88Auður Vésteins SU 88102.11317.7Grindavík, Ólafsvík, Siglufjörður
915Vigur SF 8099.21015.4Hornafjörður, Djúpivogur
109Hafdís SK 496.471

Ljósafell SU

Ljósafell er á landleið og verður á Fáskrúðsfirði kl. 16:00 í dag með tæp 110 tonn.

Aflinn er 50 tonn þorskur,  30 tonn karfi, 12 tonn ýsa og annar afli.

Þetta fyrsti túrinn eftir að krapabúnaðurinn var settur í skipið.

Skipið fer út annað kvöld.

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með 1.660 tonn af kolmunna og verður á Fáskrúðsfirði annað kvöld.  Um 350 mílur eru af miðunum við Færeyjar.

Með þessum túr er Hoffell komið með tæp 10.000 tonn af kolmunna á árinu.

Skipið fer strax út eftir löndun.

Línubátar

Listi númer tvö í apríl. Sandfell og Hafrafell tróna þar á toppnum yfir aflahæstu línubátana, með samtals um 186 tonn.

Sæti áðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
11Sandfell SU 7595.3914.4Siglufjörður, Grindavík, Þorlákshöfn
22Hafrafell SU 6590.4919.6Keflavík, Grindavík, Þorlákshöfn
33Kristinn HU 81269.9519.1Ólafsvík
412Patrekur BA 6457.5236.4Patreksfjörður
54Kristján HF 10055.9621.2Grindavík, Þorlákshöfn
67Indriði Kristins BA 75153.9619.6Ólafsvík, Grindavík
78Jónína Brynja ÍS 5544.0610.6Bolungarvík
89Auður Vésteins SU 8843.6610.7Ólafsvík, Grindavík

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með fullfermi, um 1.650 tonn af kolmunna.  Veiðin gekk vel og fékkst aflinn á þremur sólarhringum.

Um 370 milur eru af miðunum suður af Færeyjum.

Skipið verður á Fáskrúðsfirði seinni partinn á morgun og fer út aftur að lokinni löndun.