Afkoma Loðnuvinnslunnar 2020

Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f var haldinn 2. júlí.  Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2020 var 663 millj á móti  2.067 millj árið 2019.  Tekjur LVF voru 11.905 millj sem er 7% samdráttur frá fyrra ári. Tekjur að frádregnum eigin afla voru 9.142 millj. Veltufé frá rekstri var 2.025 millj á móti 2.678 millj. 2019.  Eigið fé félagsins í árslok 2019 var 10.446 millj. sem er 54% af niðurstöðu efnahagsreiknings.  Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut.  Afkoma félagsins var ágæt árið 2020  þrátt fyrir loðnubrest og vandamál á makraði í kringum covid.   Allar deildir félagsins gengu vel.
Samþykkt var að greiða 20% arð til hluthafa eða 140 millj.

Stjórn LVF er þannig skipuð: Elvar Óskarsson stjórnarformaður, Steinn Jónasson, Högni Páll Harðarsson, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir og Elsa Sigrún Elísdóttir.
Varamenn: Jónína Guðrún Óskarsdóttir og Jóna Björg Jónsdóttir.

Afkoma Kaupfélagsins 2020

Aðalfundur KFFB var haldinn 2. júlí.  Hagnaður árið 2020   559 millj.  Eigið fé KFFB var 9.565 millj. sem er 99.8% af niðurstöðu efnahagsreiknings.  Stærsta einstaka eign félagsins er 83% eignarhlutur í Loðnuvinnslunni hf.
Í stjórn KFFB eru: Steinn Jónasson stjórnarformaður, Elvar Óskarsson, Högni Páll Harðarson, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir og Óskar Guðmundsson. 
Varamenn :Ólafur Níels Eiríksson, Jónína Óskarsdóttir og Jóna Björg Jónsdóttir.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í morgun með 70 tonn af blönduðum afla.  Aflnn var 20 tonnn Karfi, 20 tonn Ufsi, 20 tonn ýsa og samtals 7 tonn af Ýsu og öðrum afla.

Hoffell á landleið með makríl

Hoffell er á landleið með fyrsta makríl farm ársins. Þykir tíðindum sæta að fyrstu makrílveiðar ársins séu einni viku fyrr heldur en á síðasta ári, þegar komið var fram í júlí við sömu tímamót.

Hoffell er líka fyrst íslenskra skipa til þess að fara í Smuguna í ár en áhöfnin hóf svo veiðarnar austur við norsku lögsöguna um 400 mílum frá austurlandi sem er býsna langt að heiman. Til að setja það í samhengi fyrir  okkur landkrabbana þá samsvarar það um 740 kílómetrum.  Skipið var aðeins fjóra daga á miðunum og er með 740 tonn af makríl í lestum sínum. Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffelli sagði að fiskurinn væri fallegur og að allt hefði gengið vel.  Veðrið hefði verið ágætt þótt að þeir hefðu orðið varir við kaldaskít einn daginn.  En á heimleiðinni núna síðdegis þann 29.júní, sagði skipstjórinn að þeir væru í blíðu og smá þoku. “Við verðum heima um miðnætti” bætti hann við.

Aflanum verður landað í heimahöfn á Fáskrúðsfirði og fer hann allur til manneldis.  Þegar löndun er lokið verður haldið aftur til hafs og þegar Sigurður var spurður að því hvort að hann ætti von á að þeir færu aftur svona langt eftir makrílnum svaraði hann sposkur:” Það kemur bara í ljós, fiskurinn er með sporð og syndir út um allt”. Hoffell fer aftur til makrílveiða þar sem fiskinn verður að finna.

BÓA

Hoffell með 750 tonn

Hoffell er á landleið með samtals 750 tonn af stórum Makríl eða um 450 gr. Búast má því að það verði landað seint í kvöld eða um miðnætti. Veiðin var í síldarsmugunni og gaman að segja frá því að á síðasta ári var fyrsta löndunin hjá Hofelli 8. júlí svo núna er skipið að landa góðri viku fyrr.

Ljósafell SU

Ljósafell landaði samtals 110 tonnun um miðnætti . Aflinn er 50 tonn af Ufsa, 45 tonn af Þorski og 5 tonn af Ýsu og öðrum afla.

Ljósafell fer aftur út á morgun kl. 10.

Ljósafell með samtals 110 tonn

Um hádegið í dag kom Ljósafell inn með samtals 110 tonn. 55 tonn af Karfa, 7 tonn af Ýsu og 5 tonn af Þorski og öðrum afla.

Ljósafell fer aftur út kl. 10 annað kvöld.

Ljósafell

Í dag kl 13 kom Ljósafell með samtals 110 tonn af blönduðum afla. 55 tonn af Ufsa, 13 tonn af Þorski og 13 tonn af Ýsu og öðrum afla.

Ljósafell fer aftur út kl. 22 annað kvöld.

Góður gangur hjá Hoffelli

“Margur er knár þó hann sé smár” segir máltækið og lýsir einhverjum sem dugur er í og gerir mikið þrátt fyrir smæð. Hoffell SU er eitt af minnstu uppsjávarveiðiskipum íslenska flotans en engu að síður aflahæsta  kolmunna skipið á þessari vertíð og í öðru sæti af heildarafla eins og staðan er þegar þetta er ritað.  Það er góður árangur og góð ástæða til þess að slá á þráðinn til Sigurðar Bjarnasonar skipstjóra og heyra í honum hljóðið. Hann var að vonum ánægður með niðurstöðuna og sagði að uppskeran væri líkt og sáð var til. “Við sækjum stíft og það hefur gengið vel” sagði Siggi skipstjóri. 

Hoffell er núna að leita að makríl og sagði Siggi að þeir hefðu ekki fundi neinn enn, “hann er bara ekki kominn” sagði hann hæglátlega eins og hans er siður. Hann kvað lífið um borð ganga sinn vanagang og að áhöfnin á Hoffelli væri klár í makrílveiðar um leið og tækifæri gæfist.

BÓA

Ljósmynd Óðinn Magnason

Hoffell aflahæst í kolmunna.

Samkvæmt vef aflafrétta þá er Hoffell SU, sem er eitt minnsta uppsjávarskipið, aflahæðst í Kolmunna. Voru með 3163 tonn í tveim róðum og er því komið í annað sæti og kominn með yfir 20 þúsund tonn.

Ljósafell

Ljósafell fór út þriðjudaginn 8. júní og landaðii 30 tonnum. Aflinn var að mestu þorskur. Skipið fór strax út eftr löndun. 

Áður hafði Ljósafell landað sl. laugardag einnig eftir stuttan túr 60 tonnum. Aflinn var að mestu þorskur.