Hoffell er á landleið með samtals 750 tonn af stórum Makríl eða um 450 gr. Búast má því að það verði landað seint í kvöld eða um miðnætti. Veiðin var í síldarsmugunni og gaman að segja frá því að á síðasta ári var fyrsta löndunin hjá Hofelli 8. júlí svo núna er skipið að landa góðri viku fyrr.