Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f var haldinn 2. júlí.  Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2020 var 663 millj á móti  2.067 millj árið 2019.  Tekjur LVF voru 11.905 millj sem er 7% samdráttur frá fyrra ári. Tekjur að frádregnum eigin afla voru 9.142 millj. Veltufé frá rekstri var 2.025 millj á móti 2.678 millj. 2019.  Eigið fé félagsins í árslok 2019 var 10.446 millj. sem er 54% af niðurstöðu efnahagsreiknings.  Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut.  Afkoma félagsins var ágæt árið 2020  þrátt fyrir loðnubrest og vandamál á makraði í kringum covid.   Allar deildir félagsins gengu vel.
Samþykkt var að greiða 20% arð til hluthafa eða 140 millj.

Stjórn LVF er þannig skipuð: Elvar Óskarsson stjórnarformaður, Steinn Jónasson, Högni Páll Harðarsson, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir og Elsa Sigrún Elísdóttir.
Varamenn: Jónína Guðrún Óskarsdóttir og Jóna Björg Jónsdóttir.