Landanir og afskipun
Bergur VE 44 kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með 1200 tonn af loðnu og síðar í dag kemur Hoffell SU 80 með 1250 tonn. Hluti af afla bátanna fer í frystingu fyrir Japansmarkað og er unnið á vöktum við framleiðsluna.
Flutningaskipið Sunna lestaði í gær 1057 tonn af loðnumjöli sem selt hefur verið til Finnlands.
Loðnufrysting á Japan
Í nótt komu Bergur VE og Hoffell SU með fullfermi af loðnu sem fékkst við Ingólfshöfða. Frysting var fram haldið í morgunn fyrir Japansmarkað, 18% hrognafylling er kominn í loðnuna en hún frekar smá.
Bræla á loðnumiðunum
Bræla er á loðnumiðunum og nokkrir bátar hafa þess vegna komið til hafnar á Fáskrúðsfirði. Antares VE landaði 400 tonnum, Sigurður VE og Ísleifur VE lönduðu slöttum.
Saksaberg landar
Færeyska skipið Saksaberg FD 125 landaði hjá LVF í gær um 400 tonnum af loðnu.
LVF yfir 20.000 tonn
Í nótt var landað loðnu úr tveimur skipum. Það voru Víkingur AK 100 sem var með 539 tonn og Hoffell SU 80 með 714 tonn. Bræla hefur verið á miðunum og hefur fjöldi skipa bæði íslenskra og erlendra legið af sér bræluna við bryggju á Fáskrúðsfirði.
LVF hefur nú tekið á móti 20700 tonnum af loðnu og er það mesta magn sem verksmiðjan hefur tekið á móti í janúarmánuði frá upphafi, en verksmiðjan tók til starfa í janúar 1996.
Þrír bátar landa loðnu
Svanur RE 45 landaði í nótt 1223 tonnum af loðnu hjá LVF og í morgun landaði Bergur VE 44 1195 tonnum. Þá landaði færeyska skipið Saksaberg FD 125 frá Götu 300 tonnum.
Afskipanir á mjöli og lýsi
Hinn 23. janúar 2005 lestaði flutningaskipið Satúrn 1430 tonn af mjöli til Danmerkur og í dag lestaði Freyja 1200 tonn af lýsi, sem skipið flytur til Noregs.
Loðnan streymir á land
Ingunn AK 100 landaði í nótt um 2000 tonnum af loðnu hjá LVF og Faxi RE 9 kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með 1400 tonn. Þá er von á Bergi VE 44 síðar í dag með 1200 tonn.
Tveir landa loðnu
Víkingur Ak 100 landaði í nótt 636 tonnum af loðnu og Ísleifur VE 63 440 tonnum.
Bergur á leiðinni
Bergur VE 44 er á leið til Fáskrúðsfjarðar með um 1200 tonn af loðnu.
Loðnulandanir
Tveir loðnubátar komu til Fáskrúðsfjarðar í nótt með loðnu til löndunar hjá LVF. Það eru Faxi RE með um 1400 tonn og Bergur VE með um 400 tonn.
Loðnulandanir
Í morgun landaði Víkingur AK um 1000 tonnum af loðnu og kl. 11.00 var Bergur VE kominn með önnur 1000 tonn.