Kolmunni

Bergur VE 44 landaði í nótt um 500 tonnum af kolmunna hjá LVF.

Kolmunni

Bergur VE 44 er að landa um 300 tonnum af kolmunna hjá LVF, en skipið kom inn til Fáskrúðsfjarðar vegna brælu.

Fulltrúafundur KFFB

Fulltrúafundur KFFB verður haldinn á Hótel Bjargi fimmtudaginn 9. desember 2004 kl. 18.00.

Fundarefni: Fækkun félagsdeilda, endurmat stofnsjóðs félagsmanna og önnur mál.

Kvöldverður á hótelinu að loknum fundi.

Kolmunnalöndun

Bergur VE 44 landaði í gær hjá LVF 865 tonnum af kolmunna. Aflinn fékkst í færeysku lögsögunni.

Bergur landar

Bergur VE 44 landaði um 260 tonnum af kolmunna hjá LVF í gær, en skipið kom inn vegna smávægilegrar bilunar. Treg kolmunnaveiði hefur verið að undanförnu bæði í íslensku og færeysku lögsögunni.

Uppgjör LVF 1/1-30/9 2004

Tap varð af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f fyrstu 9 mánuði ársins 2004 að fjárhæð kr. 52 millj. eftir skatta samanborið við kr. 74 millj. hagnað á sama tímabili 2003.

Rekstrartekjur félagsins voru kr. 1.702 millj. og drógust saman um kr. 324 millj. eða um 16% miðað við árið á undan, en rekstrargjöld lækkuðu um 7%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam kr. 127 millj. samanborið við kr. 331 millj. árið áður. Veltufé frá rekstri var kr. 83 millj. en var kr. 277 millj. á 9 mánuðunum 2003. Afskriftir voru kr. 164 millj. og höfðu lækkað um kr. 44 millj. Fjármagnsliðir voru nú neikvæðir um kr. 25 millj. samanborið kr. 36 millj. árið 2003.

Félagið fjárfesti fyrir kr. 305 millj. fyrstu 9 mánuðina og er þar m.a. um að ræða loðnukvóta, fiskvinnslubúnað og ný tæki í fiskimjölsverksmiðju og flokkunarstöð fyrir uppsjávarfisk.

Eigið fé félagsins var í lok tímabilsins kr. 1.384 millj., sem er 47% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Nettó skuldir voru kr. 1.184 millj. og hækkuðu um kr. 141 millj. á tímabilinu.

Þriðji ársfjórðungur varð félaginu mjög óhagstæður m.a. annars vegna þess að lítið veiddist af kolmunna í ágúst og september, verð á fiskimjöli fór lækkandi vegna mikils framboðs á sama tíma og olíuverð hækkaði stöðugt á heimsmarkaði. Þá hefur afkoma í freðfiskframleiðslu verið slök á árinu og gengisþróun óhagstæð.

Afkoma félagsins á síðasta ársfjórðungi ræðst einkum af veiðum og vinnslu á síld.



Sjá milliuppgjör undir ársskýrslur.

Víkingur landar hjá LVF

Víkingur AK 100 er að landa um 100 tonnum af síld hjá LVF sem skipið fékk í Berufjarðarál. Nú er bræla á síldarmiðunum.

16000 tunnur hjá LVF

Það hefur verið mikið að gera í síldinni hjá Loðnuvinnslunni h/f á Fáskrúðsfirði undanfarnar vikur. LVF hefur tekið á móti 3600 tonnum af síld sem nánast öll hefur farið í söltun. Búið er að salta í 16000 tunnur á fjórum vikum, sem skiptist þannig að 13000 tunnur hafa verið saltaðar af flökum og 3000 tunnur af heilli síld, sem flökuð verður eftir áramót. Þegar er búið að afskipa 5600 tunnum af flökum og 800 tunnur fara í næstu viku. Síldin hefur verið flutt út til Svíþjóðar, Danmerkur og Bandaríkjanna. Það hefur því verið mikið álag á starfsfólki LVF, sem unnið hefur á vöktum allan sólarhringinn. Það var því ákveðið að stoppa Hoffell yfir helgina, til þess að fólk geti gert sér örlítinn dagamun. Og í kvöld ætlar 90 manna hópur frá LVF að bregða sér til Neskaupstaðar til þess að taka þátt í Rokkveislu Brján og Egilsbúðar „Glímt við þjóðveginn“, borða góðan mat og dansa fram á nótt.

Kolmunnalöndun

Bergur VE 44 kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1200 tonn af kolmunna.

Víkingur landar hjá LVF

Víkingur AK 100 landaði 27. okt. 321 tonni af síld. Síldin var frekar smá og fór því hluti hennar í bræðslu.

Síldarsöltun

Það hefur verið mikið að gera við síldarsöltun hjá Loðnuvinnslunni h/f að undanförnu., en þar hefur verið unnið allan sólarhringinn við flökun og söltun. Búið er að að salta í 5000 tunnur, sem eru 3600 tunnur af flökum og bitum og heilsaltað hefur verið í 1400 tunnur. Þessi mikla vinna hefur verið kærkomin fyrir fleiri en starfsmenn LVF., því nemendur grunnskólans hafa nýtt sér þessi uppgrip. Þá hafa framhaldskólanemar einnig komið við sögu síðustu daga í sínu 5 daga fríi. Síldin sem borist hefur að undanförnu hefur aðallega verið af stærðinni 200-300 gr. og hefur norsk-íslenska síldin verið um 3-5% í aflanum.

Norsk-íslenska síldin komin

Við erum lengi búin að bíða eftir norsk-íslensku síldinni, en nú hefur hún loksins látið sjá sig á Austfjarðamiðum að hausti til eftir 37 ár. Hoffell landaði 50 tunnum af stórri og feitri síld í s.l. viku. Og það fór eins og menn grunaði, að síldin sem var 19% feit, reyndist vera af áður nefndum stofni og er það staðfest af okkar fremstu vísindamönnum hjá Hafró.

Ef síldin fer að ganga í meira mæli hingað til Íslands mun það styrkja samningsstöðu okkar gífurlega gagnvart Norðmönnum. Vonandi fæst eitthvað meira af þessari síld því töluverður kvóti er enn óveiddur sem kom í hlut okkar Íslendinga. Við væntum þess líka að Hafró sendi einhverja í frekari leit að silfri hafsins. Það væri í raun vítaverður sofandaháttur ef stjórnvöld gerðu ekkert í því að skoða þetta betur, því hagsmunirnir eru miklir ef síldin fer inn á sitt gamla göngumynstur.