Bergur VE 44 kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með 1200 tonn af loðnu og síðar í dag kemur Hoffell SU 80 með 1250 tonn. Hluti af afla bátanna fer í frystingu fyrir Japansmarkað og er unnið á vöktum við framleiðsluna.

Flutningaskipið Sunna lestaði í gær 1057 tonn af loðnumjöli sem selt hefur verið til Finnlands.