Glaumbær til sölu

Húseign Loðnuvinnslunnar hf að Skólavegur 80 (Glaumbær)hefur verið sett á söluskrá hjá HHÚS fasteignaþjónustu, Egilsbraut 7, Neskaupstað, en HHÚS opnaði útibú á Fáskrúðsfirði 9. september s.l. að Búðavegi 35. Upplýsingar um eignina er að finna á www.hhus.is og hjá Kristínu Hjördísi Ásgeirsdóttur, lögg. fasteignasala, í sima 510-5600 og gsm. 847-5775.
Göngin opnuð
Fáskrúðsfjarðargöng, sem eru 5,9 km að lengd með vegskálum, verða opnuð kl. 16.00 í dag. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan h/f óska Fáskrúðsfirðingum og öðrum Austfirðingum innilega til hamingju með þennan merka áfanga í samgöngumálum á Austurlandi.
Hagnaður LVF 28 millj.
Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f fyrstu 6 mánuði ársins 2005 nam tæplega kr. 28 millj. eftir skatta, en var kr. 1,6 á sama tímabili árið 2004.
Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 1.418 millj. og hækkuðu um 4,7 % miðað við árið á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og frjámagnsliði (EBITDA) nam kr. 159 millj. sem er 11,2% af tekjum og veltufé frá rekstri var kr. 127 millj. eða 9% af veltu. Til samanburðar var fjármunamyndunin kr. 118 millj. eða 11,4% á sama tíma árið 2004. Afskriftir voru kr. 115 millj. og hækkuðu um kr. 6 millj. frá fyrra ári. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um kr. 20 millj. og lækkuðu um kr. 22 millj. miðað við árið á undan.
Eigið fé félagsins var í lok tímabilsins kr. 1.478 millj., sem er 50% af niðurstöðu efnahagsreiknings og hafði hækkað um kr. 41 millj. á milli ára. Nettó skuldir voru kr. 975 millj. og höfðu lækkað um kr. 109 millj. miðað við sama tíma 2004.
Loðnuvinnslan tók á móti liðlega 81.000 tonnum af sjávarafla á tímabilinu, sem er aukning um 9.000 tonn.
Aflinn skiptist þannig: Loðna 42.000 tonn, kolmunni 36.000 tonn, síld 1.800 tonn og bolfiskur 1.600 tonn..
Afkoma félagsins á síðari hluta ársins ræðst einkum af því hvernig síldarvertíðin kemur til með að ganga, þróun olíuverðs og stöðu íslensku krónunnar.
Síldarlandanir.
Sighvatur Bjarnason VE og Íslefiur VE eru að landa fullfermi að síld í bræðslu sem skipin fengu 700 mílur norður í hafi. Samtals eru skipin með 2500 tonn.
Vinnsla hefst eftir 2 vikna sumarstopp.
Ljósafell fór á veiðar á síðasta þriðjudag og kemur til löndunar á mánudagsmorgun og hefst þá vinna eftir 2ja vikna lokun frystihússins. Eins og vanalega hefur verið unnið að ýmiskonar lagfæringum meðan vinnslustöðvun varir.
Hoffell hefur legið við bryggju í einn mánuð því mjög tregt hefur verið á kolmunnaveiðum. Skoðað verður seinni partinn í vikunni hvenær skipið fer á veiðar.
Vélstjóra og matsvein vantar.

Við leitum að vélstjóra á Ljósafell og matsveini á Hoffell. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við Eirík á skrifstofu LVF eða í síma 893-3009.
Tróndur landar síld
Færeyska skipið Tróndur í Götu kom í nótt til Fáskrúðsfjarðar með um 500 tonn af síld úr færeysku lögsögunni. Síldin verður flökuð og fryst.
Kolmunni og síld
Það óhapp vildi til í fyrra dag að stýrisvél Hoffells bilaði um 100 sjóm. suðaustur af Fáskrúðsfirði og reyndist ekki unnt að gera við hana á staðnum. Hoffell var að ljúka veiðiferð þegar óhappið varð og var komið með um 1250 tonn af kolmunna. Ljósafell fór á staðinn og tók Hoffell í tog til heimahafnar og komu skipin að landi um miðnætti í gærkvöldi.
Og silfur hafsins heldur áfram að berast til Fáskrúðsfjarðar, því að í kjölfarið á Hoffelli og Ljósafelli kom Tróndur í Götu með um 400 tonn af síld.
Síldin streymir að landi
Það hefur verið mjög mikið að gera hjá starfsfólki Loðnuvinnslunnar að undanförnu, en unnið hefur verið á vöktum allan sólarhringinn við söltun og frystingu á síld. Síldin hefur verið stór, en mikil áta hefur verið í henni og þolir hún því takmarkaða geymslu og þarf að vinna hana hratt í gegn.
Í gærkvöldi komu tveir bátar með síld til Fáskrúðsfjarðar. Það voru færeyski báturinn Saksaberg með um 100 tonn og Gullberg VE með um 300 tonn.
Fyrsta norsk-ísl. síldin
Fyrsta norsk-íslenska síldin á þessu ári barst til Fáskrúðsfjarðar í gær. Danska skipið Beinur HG 62 landaði 351 tonni og Gullberg VE 292 var með 218 tonn. Um helmingur aflans fór til manneldisvinnslu, var flakaður og saltaður.
Í morgun kom svo færeyska skipið Tróndur í Götu með um 550 tonn af síld og um 700 tonn af kolmunna.
Sjómannadagurinn 2005
Loðnuvinnslan h/f færir sjómönnum og fjölskyldum þeirra heillaóskir í tilefni sjómannadagsins. Gleðilega hátíð.
Christian landar kolmunna
Færeyska skipið Christian í Grótinum KG 690 kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með 1950 tonn af kolmunna. Aflann fékk skipið norðarlega í færeysku lögsögunni nálægt miðlínu á milli Íslands og Færeyja.