Ljósafell fór á veiðar á síðasta þriðjudag og kemur til löndunar á mánudagsmorgun og hefst þá vinna eftir 2ja vikna lokun frystihússins. Eins og vanalega hefur verið unnið að ýmiskonar lagfæringum meðan vinnslustöðvun varir.

Hoffell hefur legið við bryggju í einn mánuð því mjög tregt hefur verið á kolmunnaveiðum. Skoðað verður seinni partinn í vikunni hvenær skipið fer á veiðar.