Fyrsta norsk-íslenska síldin á þessu ári barst til Fáskrúðsfjarðar í gær. Danska skipið Beinur HG 62 landaði 351 tonni og Gullberg VE 292 var með 218 tonn. Um helmingur aflans fór til manneldisvinnslu, var flakaður og saltaður.

Í morgun kom svo færeyska skipið Tróndur í Götu með um 550 tonn af síld og um 700 tonn af kolmunna.