Það óhapp vildi til í fyrra dag að stýrisvél Hoffells bilaði um 100 sjóm. suðaustur af Fáskrúðsfirði og reyndist ekki unnt að gera við hana á staðnum. Hoffell var að ljúka veiðiferð þegar óhappið varð og var komið með um 1250 tonn af kolmunna. Ljósafell fór á staðinn og tók Hoffell í tog til heimahafnar og komu skipin að landi um miðnætti í gærkvöldi.

Og silfur hafsins heldur áfram að berast til Fáskrúðsfjarðar, því að í kjölfarið á Hoffelli og Ljósafelli kom Tróndur í Götu með um 400 tonn af síld.