Vorfundir 2012

Sameiginlegur aðalfundur Innri- og Ytri-deildar KFFB verður haldinn í kaffistofu frystihússins mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 20.00



Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 27. apríl 2012 kl. 17.30.



Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 27. apríl 2012 kl. 18.30.



Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf


02.04.2012

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 90 tonn. Uppistaðan er þorskur og ufsi. Skipið fer aftur til veiða á fimmtudagskvöld 5. apríl kl 22:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa, kom inn í gærkvöld með öll kör full, um 100 tonn. Aflinn er blandaður en mest er þó af þorski. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag, 28. mars kl 13:00.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 75 tonn. Uppistaða aflans er þorskur og karfi. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag, 20 mars kl 13:00

Jupiter

Í dag er verið að landa um 2000 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Jupiter. Loðnan fer í hrognatöku og bræðslu.

Hoffell

Hoffell er væntanlegt til Fáskrúðsfjarðar í kvöld með um 900 tonn af loðnu í hrognatöku.

Ljósafell

Ljósafell hefur nú lokið árlegu togararalli Hafrannsóknarstofnunar. Í dag var landað um 30 tonnum sem var afrakstur seinni hluta verksins. Skipið heldur aftur til veiða á föstudag 16. mars kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa á Eskifirði um 55 tonnum. Þar sem hrognavertíð loðnu stendur nú sem hæst á Fáskrúðsfirði reyndist ekki unnt að þjónusta skipið í heimahöfn. Skipið er nú uþb. hálfnað með togararallið fyrir Hafrannsóknarstofnun. Brottför verður um miðnættið í kvöld.

Finnur Fríði

Finnur Fríði er kominn til löndunar með loðnu til hrognatöku. Verður hafist handa við það um leið og er búið að afgreiða Hoffell.

Júpiter

Í dag er verið að landa um 2000 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Júpiter. Loðnan fer til hrognatöku og verða hrognin fryst hjá LVF.

Hoffell

Hoffell er væntanlegt í kvöld með loðnu til hrognatöku. þá verður skipið búið með sinn kvóta í loðnu.

Hoffell

Hoffell er á landleið með loðnu til hrogantöku. Aflinn fékkst í Faxaflóa í gær og fer skipið aftur til sömu veiða að löndun lokinni