Ljósafell er nú að landa á Eskifirði um 55 tonnum. Þar sem hrognavertíð loðnu stendur nú sem hæst á Fáskrúðsfirði reyndist ekki unnt að þjónusta skipið í heimahöfn. Skipið er nú uþb. hálfnað með togararallið fyrir Hafrannsóknarstofnun. Brottför verður um miðnættið í kvöld.