Ljósafell

Ljósafell er komið aftur inn, en skipið fór út kl 13:00 í gær. Aflinn er um 30 tonn eftir þennan sólarhring og er uppistaðan þorskur. Skipið fer aftur út að löndun lokinni kl 17:00.

Ljósafell

Ljósafell er nú í landi með um 97 tonna afla. Uppistaðan er þorskur og ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 25 júní, kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 90 tonn og uppistaðan þorskur. Skipið heldur aftur til veiða í kvöld 18. júní kl 22:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan er þorskur. Skipið heldur aftur til veiða miðvikudaginn 12. júní kl 13:00.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan er ýsa 65 tonn og þorskur 32 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 5.júní kl. 13:00.

Ljósafell 40 ára

Í dag eru liðin 40 ár frá því að Ljósafell SU 70 lagðist fyrst að bryggju á Fáskrúðsfirði. Skipið var smíðað í Narazaki Shipbuilding LTD í Muraran í Japan og bar smíðanúmerið 809. Ljósafell var 9. skuttogarinn í röðinni sem smíðaður var fyrir Íslendinga á þessum tíma. Heimsiglingin tók 6 vikur og var farið í gegnum Panamaskurðinn. Ljósafell hefur alla tíð verið mikið happaskip og er það búið að fiska 144.000 tonn á þessum 40 árum. Skipstjórar hafa verið þrír: Guðmundur Ísleifur Gíslason 1973-1980, Albert Stefánsson 1981-1994 og Ólafur H. Gunnarsson frá 1995. Afmælis Ljósafells verður minnst í Félagsheimilinu Skrúði að lokinni messu á sjómannadaginn 2. júní.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan er þorskur 50 tonn og ufsi 42 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 91 tonn af þorski. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, miðvikudag 22. maí kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell er komið í land með fullfermi, 100 tonn. Aflinn samanstendur af þorski, 50 tonn, ýsu, 30 tonn og ufsa, 20 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á föstudag 17. maí kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 90 tonn. Uppistaðan er þorskur, 52 tonn ásamt ýsu og ufsa. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 8. maí kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær 40 tonnum af þorski eftir stutta veiðiferð. Aflanum var stillt í hóf vegna utanlandsferðar Starfsmannafélags LVF. Brottför í næstu veiðiferð verður um miðnætti miðvikudaginn 1. maí.

Hoffell

Hoffell er nú að landa kolmunna. Aflinn er um 1.070 tonn og fékkst í færeysku lögsögunni. Með þessum farmi er kolmunninn nánast búinn og kemur skipið til með að liggja fram að næsta verkefni sem er makríll og síld.