Útgerð

Sigling á skipum Loðnuvinnslunnar í tilefni Sjómannadagsins verður á laugardag kl 13:00 frá Frystihúsbryggjunni. Að vanda verður gestum og gangandi boðið uppá gos og eitthvað gotterí. Loðnuvinnslan hf óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með fullfermi, um 100 tonn. Uppistaða aflans er ufsi. Skipið fer aftur til veiða á mánudag 2 júní kl 13:00.

Hoffell

Hoffell er á landleið með rúm 1300 tonn af kolmunna. Verður trúlega í landi um kl 20:00 á Sunnudagskvöld.

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með fullfermi, 100 tonn og verður landað úr því í dag, laugardag. Brottför skipsins verður á sunnudag 25. maí kl 17:00

Ljósafell

Ljósafell er komið að land með fullfermi, eða um 100 tonn af blönduðum afla. Skipið heldur aftur til veiða á mánudag, 19. maí kl 20:00

Hoffell

Hoffell er nú að landa fullfermi af kolmunna. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með um 80 tonn af fiski fyrir frystihúsið. Aflinn fékkst á stuttum tíma frá því á föstudagskvöldi, en þá var skipið dregið til hafnar af Barða NK. Ljósafellið hafði sem sagt fengið trjádrumba í skrúfuna á Stokksnesgrunni. Sem betur fer lítur út fyrir að ekkert hafi skemmst í þeim látum. Skipverjum á Barða eru sendar bestu þakkir og óskir um góða veiði. Ljósafell fer næst á sjó á þriðjudagsmorgun, 13 maí kl 08:00

Hoffell

Hoffell er væntanlegt í dag. 7. maí, með fullfermi af kolmunna.

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með öll kör full, eða um 100 tonn. Skipið fer aftur á veiðar á þriðjudag, 6 maí kl 13:00

Finnur Fridi

Finnur Fridi kom sl. þriðjudag með um 2300 tonn af kolmunna til bræðsu.

Hoffell

Hoffell kom inn í morgun með fullfermi af kolmunna 1300-1400 tonn. Byrjað verður að landa kl. 20,00

Finnur Fridi

Finnur Fridi kemur í kvöld með 2500 tonn af kolmunna. Um 330 mílur er af miðunum.