Hoffelli, nýju skipi Loðnuvinnslunnar hf. var fagnað í gær þegar því var siglt inn í heimahöfn frá Noregi. Margt fólk var við móttökuathöfn þegar skipið lagðist að bryggju. Það má ætla að um 700 manns hafi komið um borð til að skoða nýja Hoffellið og þegið léttar veitingar.

Sigurbjörg Bergkvistdóttir gaf skipinu formlega nafn Hoffell SU-80, Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir blessaði skipið og ræður fluttu Friðrik Mar Guðmundsson framkv. stj. LVF, Gísli Jónatansson fv. framkv.stj. LVF og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Þessi dagur var mikill hátíðisdagur fyrir íbúa Fáskrúðsfjarðar.