Loðnuvinnslan hefur keypt norska uppsjávarskipið Smaragd. Það er væntanlegt til Fáskrúðsfjarðar eftir um 2 vikur. Smaragd er með 5.900h MAK aðalvél og ber um 1.650 tonn. Í skipinu er öflugt kælikerfi sem hentar vel til manneldisvinnslu.

Gamla Hoffellið hefur verið sett í sölu.

Neðri myndin sýnir nýja skipið með fullfermi 1.650 tonn.