09.03.2006
Færeyska skipið Júpiter frá Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 2000 tonn af kolmunna. Aflinn fékkst suð-vestur af Rockall og var um 580 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar.
06.03.2006
Skoska kolmunnaskipið Taits kom í gærkvöldi til Fáskrúðsfjarðar með um 1300 tonn af kolmunna af miðunum við Rockall, en áður hafði Taits landað 26. febrúar s.l.
02.03.2006
Írska skipið Atlantean frá Killybegs kom til Fáskrúðsfjarðar í fyrra kvöld með um 1200 tonn af kolmunna sem skipið veiddi vestur af Írlandi og var um 650 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar. Skipið tengist Fáskúðsfirði á þann hátt að LVF keypti 1998 eldri Atlantean...
02.03.2006
Færeyska skipið Saksaberg kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 800 tonn af loðnu sem veiddist á loðnumiðunum út af Faxaflóa og var um 34 klst. sigling af miðunum. Kreist verða hrogn úr farminum sem fara til frystingar hjá LVF.
02.03.2006
Hoffell kom í dag til heimahafnar með um 1300 tonn af kolmunna, sem skipið aflaði á alþjóðasvæðinu suðvestur af Rockall.
26.02.2006
Faxi RE landaði í gærmorgun 433 tonnum af loðnu sem var kreist. Í kvöld er verið að landa kolmunna úr skoska bátnum Taits sem er með 1200 tonn.