Júpiter landar

Færeyska skipið Júpiter frá Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 2000 tonn af kolmunna. Aflinn fékkst suð-vestur af Rockall og var um 580 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar.

Taits kominn á ný

Skoska kolmunnaskipið Taits kom í gærkvöldi til Fáskrúðsfjarðar með um 1300 tonn af kolmunna af miðunum við Rockall, en áður hafði Taits landað 26. febrúar s.l.

Atlantean landar hjá LVF

Írska skipið Atlantean frá Killybegs kom til Fáskrúðsfjarðar í fyrra kvöld með um 1200 tonn af kolmunna sem skipið veiddi vestur af Írlandi og var um 650 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar. Skipið tengist Fáskúðsfirði á þann hátt að LVF keypti 1998 eldri Atlantean...

Enn berst loðna til LVF

Færeyska skipið Saksaberg kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 800 tonn af loðnu sem veiddist á loðnumiðunum út af Faxaflóa og var um 34 klst. sigling af miðunum. Kreist verða hrogn úr farminum sem fara til frystingar hjá LVF.

Hoffell komið með kolmunna

Hoffell kom í dag til heimahafnar með um 1300 tonn af kolmunna, sem skipið aflaði á alþjóðasvæðinu suðvestur af Rockall.

Áframhaldandi landanir.

Faxi RE landaði í gærmorgun 433 tonnum af loðnu sem var kreist. Í kvöld er verið að landa kolmunna úr skoska bátnum Taits sem er með 1200 tonn.