Færeyska skipið Saksaberg kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 800 tonn af loðnu sem veiddist á loðnumiðunum út af Faxaflóa og var um 34 klst. sigling af miðunum. Kreist verða hrogn úr farminum sem fara til frystingar hjá LVF.