Írska skipið Atlantean frá Killybegs kom til Fáskrúðsfjarðar í fyrra kvöld með um 1200 tonn af kolmunna sem skipið veiddi vestur af Írlandi og var um 650 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar. Skipið tengist Fáskúðsfirði á þann hátt að LVF keypti 1998 eldri Atlantean frá þessu sama fyrirtæki sem nú heitir Hoffell.