Vélstjóra og matsvein vantar.

Vélstjóra og matsvein vantar.

Við leitum að vélstjóra á Ljósafell og matsveini á Hoffell. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við Eirík á skrifstofu LVF eða í síma 893-3009.

Tróndur landar síld

Færeyska skipið Tróndur í Götu kom í nótt til Fáskrúðsfjarðar með um 500 tonn af síld úr færeysku lögsögunni. Síldin verður flökuð og fryst.

Kolmunni og síld

Það óhapp vildi til í fyrra dag að stýrisvél Hoffells bilaði um 100 sjóm. suðaustur af Fáskrúðsfirði og reyndist ekki unnt að gera við hana á staðnum. Hoffell var að ljúka veiðiferð þegar óhappið varð og var komið með um 1250 tonn af kolmunna. Ljósafell fór á staðinn...

Síldin streymir að landi

Það hefur verið mjög mikið að gera hjá starfsfólki Loðnuvinnslunnar að undanförnu, en unnið hefur verið á vöktum allan sólarhringinn við söltun og frystingu á síld. Síldin hefur verið stór, en mikil áta hefur verið í henni og þolir hún því takmarkaða geymslu og þarf...

Fyrsta norsk-ísl. síldin

Fyrsta norsk-íslenska síldin á þessu ári barst til Fáskrúðsfjarðar í gær. Danska skipið Beinur HG 62 landaði 351 tonni og Gullberg VE 292 var með 218 tonn. Um helmingur aflans fór til manneldisvinnslu, var flakaður og saltaður. Í morgun kom svo færeyska skipið Tróndur...

Sjómannadagurinn 2005

Loðnuvinnslan h/f færir sjómönnum og fjölskyldum þeirra heillaóskir í tilefni sjómannadagsins. Gleðilega hátíð.