Samfélagsstyrkir LVF

Á síðasta aðalfundi Loðnuvinnslunnar , sem haldinn var föstudaginn 17.maí s.l  voru samfélagsstyrkir afhentir.  Eftirfarandi félagasamtök fengu styrk.

Starfsmannafélag Loðnuvinnslunnar fékk 6 milljónir króna og sagði Steinar Grétarson fulltrúi félagsins í þakkarorðum sínum að félagsmenn kynnu afar vel að meta styrkinn og að hann kæmi að vonum vel.

Franskir dagar fengu 1 milljón króna til þess að halda okkar árlegu bæjarhátíð, við þeim styrk tók María Ósk Óskarsdóttir.

Fimleikadeild Leiknis fékk 1 milljón króna til tækjakaupa. Valborg Jónsdóttir tók á móti styrknum fyrir hönd Fimleikadeildarinnar og sagði hann vera afar kærkominn þar sem allur búnaður til fimleikaiðkunnar sé dýr en deildin vex og dafnar og hefur sífellt þörf fyrir nýjan búnað.

Björgunarsveitin Geisli fékk 1 milljón krónur í rekstur á björgunarbátnum Hafdísi. Grétar Helgi Geirsson formaður Geisla tók á móti styrknum og sagði hann það ómetanlegt fyrir björgunarsveitina að hafa slíkan bakhjarl sem Loðnuvinnslan hefur reynst Geisla. 

Þá fékk knattspyrnudeild Leiknis  styrk að andvirði 8 milljónir króna og er sá styrkur frábrugðinn hinum að því leiti að ekki er um hreinan peningastyrk að ræða heldur er búið að reikna saman í fyrirgreinda tölu allt sem Loðnuvinnslan lætur af hendi rakna til Knattspyrnudeildarinnar eins og lán á rútu, búninga kaup og fleira í þeim dúr. Hans Óli Rafnsson gjaldkeri Knattspyrnudeildar Leiknis tók á móti styrknum að sagði það afar dýrmætt að njóta styrktar og velvilja LVF og sagði að  án hans væri illgert að reka fótboltalið í 2.deild og tók sem dæmi að ferðakostnaður liðsins árið 2018 hefði verið 10 milljónir króna. 

BÓA

Handhafar styrkja ásamt Elvari Óskarssyni stjórnarformanni LVF

Farsæll ferill að baki

Það þykir nokkrum tíðindum sæta þegar sjómaður lætur af störfum eftir 40 ár á sama skipi.  Ólafur Helgi Gunnarsson skipstjóri á Ljósafelli er stiginn í land og hefur látið stjórnartaumana á Ljósafelli í annarra hendur. Þannig að frá og með þessari stundu er hann fyrrverandi skipstjóri.

Greinarhöfundi lék forvitni á að vita hvernig þessi tímamót færu í manninn og spurði bara hreint út.  “ Þau leggjast býsna vel í mig “ svaraði hann hlæjandi, “ég er þakklátur og glaður og ég hef verið heppinn, það hefur gengið nokkuð vel og ég hef aldrei orðið fyrir manntjóni og það er ekki sjálfgefið” bætti hann við alvarlegur í bragði.

“Og hvað tekur nú við”? Lá beinast við að spyrja að næst.  “Ég á haug af barnabörnum sem ég hef hug á að sinna og fylgjast með þeim vaxa úr grasi” svaraði Ólafur og bætti því við aðþegar hann var yngri og með sín eigin born lítil, hefði hann haft  minni tíma, þá var verið að koma sér upp húsi og heimili og það krafðist þess að hann ynni mikið eins og algengt er.  “Svo er fjölskyldan að fara tilDanmerkur í sumar og svo eru við hjónin að skipta um hús svo að það er nóg framundan” sagðiÓlafur.

Tal okkar snérist stutta stund um verkefni sumarsins en tók svo þá stefnu að spjalla um komandi vetur, þegar myrkrið, kuldinn og snjórinn setja mark sitt á umhverfi og manneskjur og Ólafur var inntur eftir því hvort að hann kviði því að mæta þeim árstíma án þess að sækja sjóinn reglulega, en hann sagði svo ekki vera. “ Ég hef bara meiri tíma til að fara á skíði og svo á ég svakalega fínan snjóblásara” sagði hann léttur í lund og greinarhöfundur gerir sér í hugarlund að nýjir nágrannar í Króksholtinu, þangað sem þau hjón eru að flytja, muni eiga eftir að sjá skipstjóra á eftirlaunum ganga oft og títt um götuna með blásarann á undan sér.

Ljóst er á spjalli okkar Ólafs að hann tekur starfslokunum fagnandi, sér þau sem nýjan kafla í sínu lífi og er bara spenntur að fletta  síðunum í þeim kafla.  Það má svo glögglega sjá í orðunum sem hann notaði þegar við kvöddumst. “ Ég kvíði því ekki að eldest með henni Jónu minni”.

Þetta fallega ljóð eftir Sveinbjörn Á. Benónýsson sem hann orti í tilefni sjómannadagsins 1953 er að þessu sinni tileinkað Ólafi Helga og öllum þeim sjómönnum sem hann hefur starfað með á 40 ára veru á Ljósafelli SU 70.

Til sjómanna

Nú skal þakka þeim hlýtt,

sem að út hafa ýtt

á hinn ólgandi en gjöfula sæ,

til að fyrra oss nauð,

til að færa oss brauð,

til að fegra og stækka vorn bæ.

Og þeirra skal minnst,

sem úr höfninni hinnst,

sigldu helþrunginn stórviðrisdag.

Fyrir börn sín og víf,

hvar þeir létu sitt líf,

fyrir lands sins og alþjóðar hag.

 Loðnuvinnslan þakkar Ólafi Helga Gunnarssyni fyrir hans góðu störf í þágu fyrirtækisins og óskar honum velfarnaðar.

BÓA

Hoffell

Hoffell kom til löndunar í gær með um 1.693 tonn sem fengust í Færeysku lögsögunni. Skipið hélt aftur til sömu veiða að löndun lokinni kl 19:00.

Norðingur

Færeyska uppsjávarskipið Norðingur KG 121 er nú að landa um 1.900 tonnum af kolmunna. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem skipið landar hjá Loðnuvinnslunni hf.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 100 tonnum af blönduðum afla. Uppistaðan ufsi, þorskur og karfi. Skipið heldur aftur til veiða í dag, þriðjudag, kl 13:00.

Síðasti mánuður var ágætur hjá Ljósafelli með afla uppá 612 tonn samtals.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1650 tonnum af kolmunna. Skipil heldur aftur til sömu veiða í kvöld að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í kærkvöld með um 100 tonn. Uppistaða aflans var þorskur og ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á miðnætti að kvöldi 1. maí.

Ljósafell SU 70

Hoffell

Hoffell landaði 1670 tonnum af kolmunna á aðfaranótt sunnudags. Skipið hért aftur til sömu vieða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell landaði á Fáskrúðsfirði í gær um 33 tonnum. Annars hefur skipið landað í Þorlákshöfn að undanförnu tæpum 200 tonnum í þrem löndunum, 5. apríl, 8 apríl og 11 apríl. Skipið heldur aftur til veiða á miðnætti á föstudaginn 19. apríl.

Gæðastjóri óskast

Gæðastjóri óskast til starfa hjá Loðnuvinnslunni hf. Fáskrúðsfirði

Helstu verkefni og ábyrgð
Gæðastjóri hjá Loðnuvinnslunni ber ábyrgð viðhaldi og þróun á gæðakerfi fyrirtækisins í samstarfi við aðra starfsmenn. Því er mikilvægt að viðkomandi vinni vel í teymi sem og sjálfstætt.

Starfssvið
Innleiða vottanir
Viðhald og þróun á gæðakerfi
Samskipti við viðskiptavini
Koma að þróun á nýjum ferlum
Vera leiðtogi í gæðamálum og innleiða gæði í allri starfsemi fyrirtækisins

Hæfniskröfur
Menntun á sviði matvælafræði eða sambærileg háskólamenntun
Þekking á matvælavinnslu er æskileg
Þekking og/eða reynsla á innra eftirliti byggðu á HACCP
Æskilegt að þekkja BRC og/eða ISO
Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði, jákvæðni og góð samskiptahæfni

Loðnuvinnslan er rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð og fer öll starfsemi fyrirtækisins fram á Fáskrúðsfirði. Áhugavert tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling. Starfið hentar umsækendum af báðum kynjum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Elmarsdóttir í síma 892-7484 en umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið ragna@lvf.is

Umsóknarfrestur til og með 10. apríl 2019.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í morgunn með um 14 tonn og er þá búið með árlegt togararall fyrir Hafró. Nú tekur hefðbundin veiði við og fer skipið út um miðnætti á sunnudagskvöld í leit að þeim gula til að leggja upp hjá frystihúsi Loðnuvinnslunnar hf.

Ljósafell

Ljósafell notaði bræluna í gær til að skjótast inn og landa. Aflinn var um 42 tonn. Skipið er enn í „Togararalli“ fyrir Hafrannsóknarstofnun og er nú búinn með 120 togstöðvar af þeim 149 sem skipið á að taka. Ef ekkert óvænt kemur uppá klárast það verkefni á föstudaginn.