Hoffell á landleið með 1.050 tonn.

Hoffell er á landleið með 1.050 tonn af Loðnu og siglir norður fyrir land út af slæmu veðri sunnan land, Skipið er um 1 1/2 sólarhring á leiðinni til Fáskrúðsfjarðar, verður vonandi á miðvikudagsmorgun. Hoffell hefur þá veitt rúm 15.000 tonn af loðnu á vertiðinni.

Tasillaq kom með 1.700 tonn í dag .

Tasillaq kom inn í dag og landar um 1.700 tonnum af Loðnu. Búið er að landa 21.000 tonnum af Loðnu hjá Loðnuvinnslunni með þessar löndun

Ljósfell kom inn í morgun með 35 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun og millilandaði eftir 1 ½ sólarhring.   Skipið var með 35 tonn, sem var að mestu Þorskur.

Ljósafell fer út strax eftir löndun.