Franskir dagar IX

Loðnuvinnslan h/f óskar Fáskrúðsfirðingum og gestum allra heilla á Frönskum dögum, sem nú eru haldnir í 9. sinn.

Sumarloðna

Norska skipið Krossfjord kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 600 tonn af loðnu.

Sumarloðna

Norsku bátarnir Hardfisk og Havglans lönduðu í kringum 700 tonnum af loðnu samanlagt í nótt og morgun. Er þetta fyrsta sumarloðnan sem berst hingað á þessu ári.

Kolmunni

Norska skipið Mögsterhav H-21-AV landaði í gær, sunnudaginn 18. júlí, 815 tonnum af kolmunna hjá LVF.

Krúnborg komin aftur

Færeyska skipið Krúnborg TN 265 frá Þórshöfn kom í nótt til Fáskrúðsfjarðar með um 2400 tonn af kolmunna, sem veiddist norður af Færeyjum og var um 240 sjómílna sigling af miðunum. Krúnborg landaði einnig hjá LVF 28. júní s.l.

Kolmunni

Færeyska skipið Krúnborg TN 265 landaði 28. júní s.l. 2380 tonnum af kolmunna hjá LVF.

Christian kominn á ný

Christian í Grótinum kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 1900 tonn af kolmunna, en skipið landaði einnig fullfermi 19. júní s.l. á Fáskrúðsfirði. Fiskimjölsverksmiðja LVF hefur nú tekið á móti liðlega 37 þús. tonnum af kolmunna á árinu.

Christian landar kolmunna

Laugardaginn 19. júní landaði færeyska skipið Christian í Grótinum KG 690 um 1900 tonnum af kolmunna. Aflinn fékkst innan íslensku lögsögunnar.

Kolmunnalöndun

Færeyska skipið Finnur Fríði FD 86 kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2500 tonn af kolmunna. Kolmunninn veiddist nálægt miðlínu innan færeysku lögsögunnar og tók túrinn eina viku.

Austurland 2004

Loðnuvinnslan h/f er með á sýningunni Austurland 2004, sem opnuð var í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í gær kl. 17.00 af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni. Bás LVF er einn sá fyrsti þegar gengið er inn í salinn. Í básnum er sýningargestum m.a. boðið að smakka á síldarafurðum fyrirtækisins. Þá býður LVF til sölu lausfryst ýsuflök í sérhönnuðum töskum, sem handhægt er að taka með sér. Auk þess er til sölu síld í plastboxum, bæði marineruð ediksíld og kryddsíld í rauðvínssósu. Blómarósir frá LVF taka á móti sýningargestum. Sýningin er opin í dag föstudag frá kl. 13.00-20.00 og laugardag og sunnudag frá kl. 11.00-19.00.

Sjómannadagurinn 2004

Loðnuvinnslan h/f óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra allra heilla í tilefni sjómannadagsins.

Saksaberg landar síld

Færeyski báturinn Saksaberg FD 86 frá Götu landaði í dag 790 tonnum af síld til bræðslu hjá LVF. Það er langt að sigla frá síldarmiðunum norður í hafi til Fáskrúðsfjarðar, en Saksaberg hafði að baki 650 sjómílur þegar báturinn kom til Fáskrúðsfjarðar um kl. 11.00 í morgun.