Í gær bauð LVF starfsfólki sínu upp á námskeiðið „Hinn góði liðsmaður“ í samstarfi við Fræðslunet Austurlands. Leiðbeinandi var Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur. Námskeiðið beindist að leitinni að árangri og samskiptum manna almennt. Farið var yfir þau atriði sem einkenna jákvæð og árangursrík samskipti og einnig einkenni erfiðra samskipta og leiðir til að bregðast við þeim. Hvað er árangur og hvernig náum við markmiðum okkar? Hvernig byggjum við upp sjálfstraust og viðhöldum því?

Um 60 starfsmenn sóttu námskeiðið og luku menn lofsorði á skemmtilega framsetnngu Jóhanns Inga.