Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 75 tonn. Uppistaða aflans er þorskur og karfi. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag, 20 mars kl 13:00

Jupiter

Í dag er verið að landa um 2000 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Jupiter. Loðnan fer í hrognatöku og bræðslu.

Hoffell

Hoffell er væntanlegt til Fáskrúðsfjarðar í kvöld með um 900 tonn af loðnu í hrognatöku.

Ljósafell

Ljósafell hefur nú lokið árlegu togararalli Hafrannsóknarstofnunar. Í dag var landað um 30 tonnum sem var afrakstur seinni hluta verksins. Skipið heldur aftur til veiða á föstudag 16. mars kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa á Eskifirði um 55 tonnum. Þar sem hrognavertíð loðnu stendur nú sem hæst á Fáskrúðsfirði reyndist ekki unnt að þjónusta skipið í heimahöfn. Skipið er nú uþb. hálfnað með togararallið fyrir Hafrannsóknarstofnun. Brottför verður um miðnættið í kvöld.

Finnur Fríði

Finnur Fríði er kominn til löndunar með loðnu til hrognatöku. Verður hafist handa við það um leið og er búið að afgreiða Hoffell.

Júpiter

Í dag er verið að landa um 2000 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Júpiter. Loðnan fer til hrognatöku og verða hrognin fryst hjá LVF.

Hoffell

Hoffell er væntanlegt í kvöld með loðnu til hrognatöku. þá verður skipið búið með sinn kvóta í loðnu.

Hoffell

Hoffell er á landleið með loðnu til hrogantöku. Aflinn fékkst í Faxaflóa í gær og fer skipið aftur til sömu veiða að löndun lokinni

Finnur Fríði

Færeyska skipið Finnur Fríði frá Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í kvöld með um 2000 tonn af loðnu. Loðnan verður kreist og hrognin fryst hjá LVF. Loðnufrysting hófst reyndar hjá LVF sunnudaginn 26. febrúar, en þá voru unnin hrogn úr Christian í Grótinum. Finnur er því annað skipið sem kemur með hrognaloðnu til Fáskrúðsfjarðar á þessari vertíð.

Það hefur gengið vel á loðnuvertíðinni hjá LVF og búið að taka á móti um 22.000 tonnum það sem af er vertíðinni.

Ljósafell

Ljósafell kom í land í gær með um 50 tonn og er uppistaðan karfi og þorskur. Nú er verið að útbúa skipið fyrir hið árlega togararall Hafrannsóknarstofnunar og hefst það verkefni kl. 13:00 á þriðjudag 28. febrúar.

Christian í Grótinum

Í dag er verið að landa um 1900 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Christian í Grótinum.