Ljósafell

Ljósafell kom inn um hádegið með um 20 tonn til vinnslu fyrir morgundaginn. Skipið hélt aftur til veiða strax að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell kom til löndunar í morgun með um 85 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell kom inn í nótt með 52 tonn eftir 2 1/2 sólarhring á veiðum,aflinn var að mestu þorskur og ýsa. Skipið fór aftur út strax eftir löndun.

Ljósafell

Ljósafell kom inn sl. föstudagskvöld vegna veðurs með tæp 70 tonn af fiski, uppstaða þorskur og ýsa. Skipið hélt til veiða á sunnudaginn.

Trönderbas -Akeroy

Trönderbas og Akeroy kom í gærkvöldi með samtals 170 tonn af loðnu til frystingar

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 90 tonn, mest þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 28. janúar kl 13:00

Hoffell

Hoffell landaði í gær 1200 tonnum af kolmunna sem skipið veiddi í Færeysku lögsögunni.

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með um 77 tonn, aðallega þorsk. Skipið heldur að öllu óbreyttu til veiða aftur á sunnudag 19. janúar kl 24:00

Ljósafell

Ljósafell kom inn í morgun með um 43 tonn af þorski til vinnslu í frystihús LVF. Þessi afli fékkst á einum sólarhring á veiðum. Skipið hélt aftur til veiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Nú eru túrbínuvarahlutirnir í Ljósafell komnir til landsins. Því miður féll allt flug niður í landinu seinnipartinn og eru varahlutirnir og viðgerðarmenn á leiðinni landleiðis. Síðast fréttist af þeim kl. 21:00 norðan Holtavörðuheiðar. Í trausti þess að allt gangi að óskum héðan af er áhöfn Ljósafells boðuð til brottfarar kl 08:00 á morgun, mánudaginn 13. janúar.

Ljósafell

Því miður eru orðnar tafir á sendingu varahluta í túrbínu Ljósafells. Bestu horfur fyrir brottför eru á Sunnudagskvöldi úr því sem komið er.

Ljósafell

Ljósafell kom inn seint í gærkvöld með bilun í túrbínu. Viðgerð og útvegun varahluta er í gangi og verður tilkynnt um áætaða brottför um leið og hægt verður.