21.03.2007
Loðnuvinnslan h/f óskar eftir að ráða verkstjóra í fiskvinnslu, sem gæti hafið störf 1. júní 2007. Skriflegar umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Gísla Jónatanssonar, framkvæmdastjóra.
13.03.2007
Sameiginlegur aðalfundur Innri- og Ytri-deildar KFFB verður haldinn mánudaginn 26. mars 2007 kl. 20.00 í kaffistofu frystihússins. Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn á Hótel Bjargi fimmtudaginn 29. mars 2007 kl. 17.30. Aðalfundur Loðnuvinnslunnar...
08.03.2007
Færeyska skipið Jupiter kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2000 tonn af kolmunna. Kolmunninn veiðist nú vestur af Írlandi og var um 490 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar. Þetta er þriðji farmurinn af kolmunna sem Loðnuvinnslan tekur á móti í ár og hafa nú borist...
01.03.2007
Færeyska skipið Carlton kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1400 ton af kolmunna.
28.02.2007
Í gærkvöldi kom Finnur Fríði til Fáskrúðsfjarðar með 1.700 tonn af loðnu og í nótt kom Saksaberg með 700 tonn og bíður löndunar. Þá er Hoffell á leið til Fáskrúðsfjarðar með um 1200 tonn.
23.02.2007
Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2100 tonn loðnu, en loðnuna fékk skipið út af Garðskaga. Þá er Hoffell á leið til Fáskrúðsfjarðar með 1200 af loðnu. Frysting loðnuhrogna er nú í fullum gangi hjá LVF og í gær höfðu verið fryst liðlega...