Færeyska skipið Jupiter kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2000 tonn af kolmunna. Kolmunninn veiðist nú vestur af Írlandi og var um 490 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar. Þetta er þriðji farmurinn af kolmunna sem Loðnuvinnslan tekur á móti í ár og hafa nú borist um 6000 tonn af kolmunna til Fáskrúsfjarðar það sem af er árinu.