Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2100 tonn loðnu, en loðnuna fékk skipið út af Garðskaga. Þá er Hoffell á leið til Fáskrúðsfjarðar með 1200 af loðnu. Frysting loðnuhrogna er nú í fullum gangi hjá LVF og í gær höfðu verið fryst liðlega 400 af hrognum og 1640 tonn af loðnu.