31.12.2007
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf óska starfsfólki sínu, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum, farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum árum.
21.12.2007
Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Loðnuvinnslan hf
19.12.2007
Þar sem vikan er aðeins hálfnuð er framgangur heldur styttri nú en oft áður í vikuskýrslu, en það kemur til af því að vélstjórar og útgerðarstjóri eru á heimleið á morgun 20. des. í jólafrí. Klæðningarvinnu er lokið í lest og einnig er búið að einangra lestina með því...
16.12.2007
Lokið var við að skipta um gler í brúargluggum í vikunni, en einnig voru settar niður 3 grandaravindur og ein trixavinda. Aflstrengir fyrir togvindur voru dregnir í vikunni. Nýja ískrapavélin var sett um borð og er byrjað að leggja að henni. Klæðningarvinna í lest er...
08.12.2007
Þetta er vikan sem skipið átti að afhendast og endurbyggingu að ljúka, en það hefur ekki tekist og er Alkor shiprepairyard búið að boða tafir á afhendingu Ljósafellsins fram í miðjan janúar. Í vikunni voru settar upp nýjar togblakkir á skipið af gerðinni Habru og eru...
01.12.2007
Lokið var við sandblástur á Ljósafellinu í vikunni með því að pokagálginn og afturskipið voru blásin. Búið er að mála svæðið með tveim umferðum af grunn, en yfirmálun eftir. Í vikunni var einnig byrjað að leggja lagnir fyrir nýtt og umhverfisvænt slökkvikerfi...