Norsk-íslensk síld

Í gærkvöldi bárust til Fáskrúðsfjarðar um 2.400 tonn af síld úr norsk-ísl. síldarstofninum. Það voru Eyjabátarnir Kap VE 4 sem var með um 1.100 tonn og Sighvatur Bjarnason VE 81 sem var með um 1.300 tonn. Bátarnir voru á partrolli og fengu aflann innan íslenskrar...
Endurbætur á Ljósafelli

Endurbætur á Ljósafelli

Loðnuvinnslan hf hefur samið við skipasmíðastöðina Alkor Shiprepair Yard í Gdansk í Póllandi um endurbætur á Ljósafelli SU 70. Skipið verður sandblásið utan sem innan, endurnýjaðar röra- og raflagnir og skipt um ýmsan annan búnað í vistarverum skipsins. Þá verður m.a....

Norsk-ísl. síld og mjölafskipun

Færeyska skipið Saksaberg kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 800 tonn af norsk-ísl. síld. Um 560 sjómílna sigling var af miðunum norður í hafi og var skipið á þriðja sólarhring á leið sinni til Fáskrúðsfjarðar. Síldin fór öll í bræðslu. Þá lestaði...

LVF kaupir Hafnargötu 19 og 21.

Loðnuvinnslan hf hefur gengið frá kaupum á eignarlóðunum Hafnargötu 19 og 21, Fáskrúðsfirði, ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Hafnargata 19 var keypt af Skeljungi hf., en Hafnargata 21 (Hilmir) var keypt af Reyni Guðjónssyni. Lóðirnar eru samtals liðlega 3000 m2. Gert...

Norsk-íslensk síld

Fyrsta norsk-íslenska síldin á þessu ári barst til Fáskrúðsfjarðar í gær. Það var færeyska skipið Saksaberg sem landaði hér liðlega 300 tonnum í bræðslu.

Hagnaður 257 milljónir

Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f á fyrsta ársfjórðungi 2007 nam kr. 257 millj. eftir skatta, samanborið við 71 millj. króna tap á fyrsta ársfjórðungi 2006. Rekstrartekjur félagsins voru kr. 1.210 millj. og hækkuðu um 32% miðað við við sama tíma árið 2006....