Þar sem vikan er aðeins hálfnuð er framgangur heldur styttri nú en oft áður í vikuskýrslu, en það kemur til af því að vélstjórar og útgerðarstjóri eru á heimleið á morgun 20. des. í jólafrí. Klæðningarvinnu er lokið í lest og einnig er búið að einangra lestina með því að dæla urethani bakvið klæðningar. Byrjað er að tengja nýjar viftur við loftræstistokka og ganga frá loftristum. Ein trixavinda og önnur gilsavindan voru settar um borð. Rafvirkjar vinna víða í skipinu og voru að setja upp nýja rafmagnstöflu fyrir eldhús og borðsal ásamt tengivinnu í vélarrúmi. Búið er að fjarlægja alla stillansa af skipinu, enda er málning og vinna utaná skipinu mjög langt komin.
Starfsmenn Loðnuvinnslunnar hf í Póllandi senda vinnufélögum, vinum og vandamönnum bestu jólakveðjur.