Lokið var við að skipta um gler í brúargluggum í vikunni, en einnig voru settar niður 3 grandaravindur og ein trixavinda. Aflstrengir fyrir togvindur voru dregnir í vikunni. Nýja ískrapavélin var sett um borð og er byrjað að leggja að henni. Klæðningarvinna í lest er langt komin og sömuleiðis klæðning í fiskmóttöku með rústfríju stáli. Búið er að leggja út prófílfestingar fyrir göngugrindur á millidekki, í kringum togvindur og frá pokavindum og aftur í skut. Eldri grindur og festingar eyðilögðust vegna frárifa og við sandblástur. Búið er að mála pokagálgann og setja kastara oþh. upp aftur eins og sést á meðfylgjandi mynd. Búið er að flotsteypa í flesta ganga og gólf og er byrjað á flísalögn á klósettum, en skipt er um öll klósettin, 10 talsins.