Hoffell

Hoffell landaði um 1.600 tonnum af kolmunna til bræðslu í gær. Nú tekur við eitthvað viðhald og undirbúningur fyrir makrílveiðar, sem verður næsta verkefni skipsins.

Ljósafell

Ljósafell landaði á Dalvík um 100 tonnum. Helmingur aflans var þorskur sem fór til vinnslu í Frystihús LVF, en restin á fiskmarkað. Skipið fer aftur á sjó um hádegi í dag, þriðjudag.

Gamla Hoffellið á förum

Nú hefur verið gengið frá sölu á Hoffelli II SU 802. Kaupandinn er Zandic Iceland og á myndinni má sjá Lennart Kjellberg og Friðrik M Guðmundsson handsala kaupin. Skipið leggur af stað frá Fáskrúðsfirði kl 20:00 í kvöld og siglir niður til Kanarí-eyja, þar sem skipið fer væntanlega í slipp. Með þessu lýkur 19 ára farsælu starfi þessa skips fyrir Loðnuvinnsluna og Fáskrúðsfirðinga. Loðnuvinnslan hf óskar nýjum eigendum til hamingju með skipið og þakkar öllum sem á skipinu hafa starfað fyrir vel unnin störf.

Ljósafell

Ljósafell landaði á Dalvík í morgunn. Aflinn er um 77 tonn og uppistaðan Þorskur til vinnslu í Frystihús LVF.

Hreinsistöðin

Loðnuvinnslan hf er nú að byggja nýja hreinsistöð sem tekur við öllu fráveituvatni frá vinnslhúsum fyrirtækisins. Byggingaframkvæmdir ganga mjög vel, og á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af nýja hreinsibúnaðinum hífðan inní bygginguna.

Ljósafell

Ljósafell landaði í morgunn um 25 tonnum eftir að hafa tekið smá stubb á veiðum. Fór strax út aftur að löndun lokinni.

Borgarinn

Færeyska uppsjávarskipið Borgarinn frá Klakksvík er nú að landa um 2400 tonnum af kolmunna í bræðslu.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1.330 tonnum af kolmunna sem fékkst að mestu í Færeysku lögsögunni.

Ljósafell

Ljósafell er að landa um 60 tonnum af blönduðum afla. Skipið fer aftur á veiðar kl 13:00 á morgunn, miðvikudaginn 21. júní.

Sandfell

Það hefur gengið ágætlega hjá Sandfelli í vikunni. 20 tonn í fyrradag, 15 tonn í gær og nú er hann á landleið með rúm 8 tonn.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær eftir stuttan túr 35 tonnum af Þorski til vinnslu í frystihús LVF.
Skipið hélt aftur til veiða strax að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 50 tonna afla sem veiddist fyrir sjómannadag. Skipið hélt síðan aftur til veiða um kl 20:00 á mánudagskvöldi.