Fiskur er okkar fag

Loðnuvinnslan hf.

Fréttir

Loðnulandanir

Í kvöld kemur Ingrid Majala með rúm 150 tonn af loðnu til frystingar og í nótt kemur svo Sæbjörn með 430 tonn af loðnu til frystingar. Loðnan er fersk og falleg enda veiðin aðeins 20 til 40 mílur austur af Fáskrúðsfirði. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn meðan...

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í gær með tæp 100 tonn. Aflinn var um 30 tonn þorskur, 15 tonn ýsa, 35 tonn karfi, 15 tonn ufsi og svo annar afli. Skipið fór út kl. 17.00 í dag.

Loðnufrysting hafin að nýju

Loðnufrysting hafin að nýju

Það var létt yfir mannskapnum hjá Loðnuvinnslunni hf í morgun þegar byrjað var að landa fyrstu loðnunni eftir tveggja ára kvótalaus ár. Norska uppsjávarskipið Kings Bay frá Fosnavåg er fyrsta skipið sem kemur til löndunar þetta...

Hoffell SU

Hoffell er á landleið með 500 tonn af síld sem fengin er vestur af Reykjanesi. Skipið togaði aðeins í 1 klst. og fékk þessi 500 tonn.  Mikið er af síld að sjá og torfan margar mílur. Hoffell verður aðra nótt á Fáskrúðsfirði.

Bátar

Janúar var ágætur hjá Hafrafelli og Sandfelli, en afli bátanna var samtals um 403 tonn.  Ekki var hægt að róa í 10 daga vegna brælu. Hafrafell var með 201 tonn og Sandfell með 202 tonn.  Þorskurinn var sérlega stór, um 6-7 kg fiskur óaðgerður.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í dag kl. 16,00 með 95 tonn af fiski eftir 4 daga á veiðum. Aflaskiptingin eru tæp 60 tonn þorskur, 10 tonn ýsa og 24 tonn karfi og annar afli. Skipið fer aftur út kl. 22,00 á morgun, þriðjudag.

Sendu okkur línu

Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.

Hvar eru skipin?

Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.

Loðnuvinnslan hf

Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður

kt. 581201-2650