Fréttir
Hoffell kom inn um hádegi með 500 tonn af Síld.
Hoffell fór út í gær um kl. 16 og var komið inn aftur kl. 13.00 í dag með 500 tonn af Síld. Aflinn var tekin í tveimur hölum. Síldinn er heilfryst og flökuð. Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Hoffell á landleið með tæp 900 tonn af Makríl.
Hoffell er á landleið með tæp 900 tonn af Makríl og verður seinnipartinn á morgun. Skipið hefur þá veitt samtals 8.000 tonn á makrílvertíðinni, 7.400 tonn af Makríl og 600 tonn af Síld. Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Hoffell á landleið með 600 tonn af Makríl.
Hoffell er á landleið með 600 tonn af Makríl og verður í fyrramálið. Um 300 mílur er af miðunum núna og um 22 tímar til Fáskrúðsfjarðar. Skipið fer út strax eftir löndun. Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Ljósafell í afmælisbúningi
Það þykir nokkuð algengt að færa hin ýmsu mannanna verk í fallegan búning við tímamót. Svolítið eins og við mannfólkið förum í betri fötin við hátíðleg tækifæri. Ljósafell SU 70 er í slipp í Færeyjum og hefur verið fært í afar fallegan búning. Nýmálað og puntað...
Hoffell á landleið með tæp 1300 tonn.
Hoffell er á landleið með tæp 1.300 tonn af Makríl. Um 680 mílur eru af miðunum til Fáskrúðsfjarðar. Veiðin gekk vel og tók aðeins þrjá daga fá aflann. Skipið verður í landi snemma á fimmtudagsmorgun. Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Störf án staðsetningar
Árið 1985 var glæsilegu skrifstofu- og verslunarrými að Skólavegi 59 á Búðum fulllokið. Eigandi byggingarinnar var, og er, Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga. Enn er þessi bygging á góðum járnum ef svo má segja og hýsir verslun á jarðhæð, miðhæðin er óskipulögð en...
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650