Janúar var ágætur hjá Hafrafelli og Sandfelli, en afli bátanna var samtals um 403 tonn.  Ekki var hægt að róa í 10 daga vegna brælu.

Hafrafell var með 201 tonn og Sandfell með 202 tonn.  Þorskurinn var sérlega stór, um 6-7 kg fiskur óaðgerður.